Jamm, það er stutt í allt

Hæ,

Jæja, gott fólk...hef verið ósköp lítið að gera þessa dagana, nema að fylla á ástarhöldurnar. Sköpunargleðin hefur verið að aukast og ég vona að ég geti eitthvað unnið úr því.

Krakkarnir hjá mér um helgina og við höfum notið þess inn á milli umræðna, stundum háværra umræðna, um sanngirni í uppeldi og hver á að fá hvað fyrst og hvað mikið.

Þrettándinn gekk nokkuð örugglega í garð og í tilefni dagsins bökuðum við muffins og leigðum mynd. Krakkarnir leigðu sér Garfield 2...Grettir Annar væntanlega á ástkæra ylhýra. Ég tók mér myndina Munich eða Stór-Reykjavíkursvæðið ef íslenskir þýðendur fengju að ráða. Áhugaverð mynd og spielberghandbragðið leynir sér ekki.

Að öðru hmm já ósköp lítið...hlutir í vinnslu sem ég vona að lukkist og hver veit nema að Kastrup verði heimsóttur fljótlega.

Annars er ég bara upptekinn af því að vera til.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur